Mömmuform

Mömmuform 6 vikna námskeið fyrir nýbakaðar mæður sem vilja stunda áhrifaríka og örugga þjálfun eftir barnsburð undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Börnin velkomin með.

Mömmuform eru 6 vikna líkamsræktarnámskeið fyrir nýbakaðar mæður sem vilja stunda áhrifaríka og örugga þjálfun eftir barnsburð. Fjölbreytt námskeið þar sem lögð verður áhersla verður á að byggja líkamann vel upp eftir meðgöngu. Stöðugleikaæfingum, styrktaræfingum og þolæfingum verður blandað saman á markvissan hátt. Æfingar verða gerðar með eigin líkamsþyngd, lóðum, teygjum og fleiri áhöldum auk þ

ess sem börnin taka einnig þátt í þjálfuninni. Við bjóðum uppá grunnnámskeið og framhaldsnámskeið. Kennt er í Styrk sjúkraþjálfun, Höfðabakka 9. Allar mæður með börn á aldrinum 6 vikna til eins árs eru velkomnar og að sjálfsögðu eru börnin velkomin með í tímana hvort sem þau sofa eða vaka á meðan tímanum stendur. Leikteppi og leikföng eru til staðar í salnum. Heimaæfingaprógrömm og fræðslupóstar eru innifalin í námskeiðinu.

Þjálfarar námskeiðanna eru Matja Steen, Herdís Guðrún Kjartansdóttir og Helga Guðrún Egilsdóttir sjúkraþjálfarar. Þær hafa allar mikla reynslu í hóptímakennslu og að vinna með konum á meðgöngu og eftir meðgöngu.

28/12/2023

Address

Höfðabakki 9
Reykjavík
110

Opening Hours

Monday 13:30 - 14:30
Tuesday 10:30 - 11:30
Wednesday 13:30 - 14:30
Thursday 10:30 - 11:30

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Mömmuform posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Mömmuform:

Share