Sálfræðiráðgjöf fyrir einstaklinga og pör

Sálfræðiráðgjöf fyrir einstaklinga og pör Ólafur Árnason
Ph.D Performance Psychology (dissertation)
MA Counseling Psychology

Gott að minna sig reglulega á þetta.
16/12/2024

Gott að minna sig reglulega á þetta.

Ef þú vilt velgengni ... vertu þá tilbúin í alla vinnuna sem til þarf.Stærstu sigrarnir okkar koma yfirleitt eftir mesta...
10/11/2024

Ef þú vilt velgengni ... vertu þá tilbúin í alla vinnuna sem til þarf.

Stærstu sigrarnir okkar koma yfirleitt eftir mesta mótlætið og erfiðistu vinnuna.

Ein aðal ástæða þess að við náum ekki þeim hæðum sem okkur langar að ná, er einfaldlega sú að við erum ekki tilbúin að ganga í gegnum óþægindin og erfiðið sem það kostar að komast þangað.

Hugsaðu nú um sigra í lífi þínu ... þegar þú keyptir íbúð, fékkst nýja vinnu, fluttir fyrirlestur eða eitthvað annað. Hvernig náðir þú að klára þetta verkefni? Ég er viss um að það gerðist ekki með því að sitja upp í sófa og skoða Instagram og TikTok á símanum! Reyndar veit ég ekki hvernig þú náðir þessu en ég er viss um að á einhverjum tímapunkti varst þú stressaður og þér leið ekki vel. Varst jafnvel að hugsa um að hætta við, gefast upp .. því þá myndir þú losna við þessi óþægindi. En ég er einnig viss um að þér leið frábærlega þegar þú skrifaðir undir íbúðarkaupin, eða mættir í nýju vinnuna.

Theodor Rosevelt sagði einu sinni að ekkert í þessum heimi er þess virði að eiga eða gera, nema það kosti óþægindi, sársauka og erfiði.

Í raun er það þannig að því meira sem mótlætið og erfiðið er, því meiri ánægju og gleði veitir það að ná þessum markmiðum.

Það hjálpar ekki heldur að í hvert skipti sem þú setur markið hátt, þá ferðu að synda á móti straumnum. Í kringum þig ferðu að heyra setningar eins og; „er það ekki full áhættusamt“, „ertu viss um að það sé þess virði að leggja í þessa vinnu“ „það væri nú einhver annar búin að gera þetta ef það væri sniðugt“. Þessi viska kemur yfirleitt frá ættingjum og vinum sem telja sig vera að gefa þér heilræði. En þessi heilræði byggjast á þeirra eigin ótta við óþægindinn sem fylgja því að fara útfyrir þægindarammann.

Við skulum hafa eitt á hreinu. Það hefur enginn náð velgengi án þess að upplifa ómælt erfiði og óþægindi .... enginn. Og það er einfaldlega ástæða þess að frábær afrek og mikil velgengi eru sjaldgæf ... flest okkar eru nefnilega ekki tilbúin til að ganga í gegnum þá erfiðleika og óþægindi sem fylgja því að ná velgengni. Þessvegna leggjum við ekki af stað, eða hættum á miðri leið og eigum auðvelt með að réttlæta það í huga okkar.

Við erum ekki tilfinningar okkar! Það er eðlilegt að vera stundum hræddur en við getum komist útúr þeim ótta með réttum hugsunum og gjörðum. Ef þú ætlar að gera eitthvað nýtt þá þýðir ekkert að hugsa bara um það. Þú verður að gera eitthvað í málunum. Áratugur sjálfshjálparbókanna hefur leitt til þess að margir lesa og hugsa mikið um hvað þau vilja vera eða gera. En hugsanir einar gera ekki neitt, því framkvæmd verður að fylgja með

Stundum heyri ég skjólstæðinga segja „ég er nú búin að leggja svo hart að mér að ég á skilið að þetta gangi upp“. Þetta er falleg hugsun en raunveruleikinn er að þú átt EKKERT skilið. Ef það er ekki að ganga upp hjá þér, þá þarftu einfaldlega að leggja meira á þig. Velgengni byggist ekki á sanngirni eða fallegum hugsunum heldur á seiglu og því að sigra erfiðleikana. Þú getur reyndar líka byrjað að telja þér trú um að hætta við sé best því erfiðið og óþægindin séu bara of mikil. Flestir gera það og fara svo í hóp þeirra sem reyna að telja öðrum trú um að óþægindin séu ekki þess virði.

Munum að það kemst enginn í form með því að horfa á hlaupaskóna. Það verður enginn læknir með því að horfa á ER þættina. Það verður enginn landsliðsmaður í fótbolta með því einu að kaupa áskrifta að Stöð2 Sport. Svo ef þú vilt velgengnina, þá þarftu að skila vinnunni ... svo einfalt er það.

28/10/2024

‎Show 360° Heilsa, Ep #3. Heilbrigð ástarsambönd, kynjahlutverk, hugarfar og karlmennska með Ólafi Árna - 10 Nov 2019

28/10/2024

Það er styrkleikamerki að fara í ráðgjöf

Með árunum hef ég áttað mig betur og betur á því hve mikil forréttindi það eru að fá tækifæri til að aðstoða fólk í leit sinni að jafnvægi í lífinu. Að geta veitt stuðning og ráðgjöf þegar allar dyr virðast vera lokaðar, er gríðarlega gefandi og upplífgandi starf sem þroskar og styrkar þann sem það stundar.

Ég hef tekið eftir því að jafnvel þó að inn á stofuna komi einstaklingar, pör og fjölskyldur af öllu stærðum, gerðum, bakgrunni, menntun, starfssviði eða ástæðum, þá eiga þeir/þær/þau gríðarlega margt sameiginlegt.

Til dæmis er sérstaklega áberandi hve mörgum finnst það nokkurskonar veikleikamerki að leita sér ráðgjafar! Mjög margir nota stóran hluta af fyrsta tímanum til að “afsaka” það að vera að koma í ráðgjöf. Þessi vandamál sem upp hafa komið eigi bara að vera hægt að vinna úr innanhúss og það beri vott um veikleika að gera það ekki.

Þessi hugsun finnst mér sérkennileg að öllu leiti. Hjónaband, barneignir, uppeldi, unglingar, tengdaforeldrar, stjúpfjölskyldur eru bara nokkur dæmi um flókin tengsl og samskiptamunstur sem einstaklingar eru að takast á við án þess að hafa fengið nokkra þjálfun í því. Það er því nokkuð spaugilegt að við hikum ekki við að leita ráðgjafar til að læra á Excel, gera skattframtalið, athuga með skröltið í bílnum eða hvernig við eigum að ná þessum auka 10 kílóum af okkur. En þegar kemur að því allra flóknasta sem eru samskipti, þá leitum við helst ekki hjálpar.

Annað sem er áberandi er hve margir eru þess fullvissir að það sem er að hrjá þeirra samband sé alveg einstakt og engin önnur pör eða fjölskyldur eigi við svipuð vandamál að stríða. Þeirra samband hljóti því að vera mjög slæmt því engin sem þau þekki hafi nokkurntíma gengið í gegnum svona erfiðleika.

Það kemur þessum einstaklingum og pörum því alltaf jafn mikið á óvart að ég hafi nú séð svipuð mál áður og að mun fleiri en þau, eigi stundum erfitt með að fóta sig í lífsins ólgusjó. Margir eyða dýrmætri orku í það að láta nú allt líta vel út á yfirborðinu þó að vanlíðan og óhamingja kraumi þar undir. Það er svipað og að finna alltaf til í bakinu en í stað þess að leita læknis og fá aðstoð við að komast úr viðjum sársaukans, þá væri bara harkað af sér og grátið í laumi undan gengdarlausum verkjum. En það myndi engin gera.

Öll eigum við þá heitu þrá að líða vel og finna hamingju. Hvernig við skilgreinum hana er sem betur fer misjafnt og væntingar og þolmörk mismunandi. En það er mikilvægt að þegar við upplifum okkur á óþægilegum eða vondum stað í lífinu, þá leitum við aðstoðar og stuðnings. Það er nefnilega ekki alltaf vænlegast til árangurs að hamast við það að reyna að troðast í gegnum skafl sem þú ert búin að festa þig í. Stundum er mun betra að bakka út úr skaflinum og spyrja aðila kunnuga staðháttum hvort hugsanlega séð önnur og betri leið til á þann áfangastað sem þú hafðir stefnt á.

Lífið er ekki alltaf auðvelt en við höfum alltaf val um það hvernig við tökumst á við það sem upp kemur
23/08/2024

Lífið er ekki alltaf auðvelt en við höfum alltaf val um það hvernig við tökumst á við það sem upp kemur

Hópíþróttir kenna á margan máta
01/04/2024

Hópíþróttir kenna á margan máta

Address

Suðurlandsbraut 6, 2 Hæð
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00

Telephone

+3546954000

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sálfræðiráðgjöf fyrir einstaklinga og pör posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Sálfræðiráðgjöf fyrir einstaklinga og pör:

Share

Hjónabandsráðgjöf, afreksfólk, stjórnendur

Bjóðum upp á þjónustu fyrir pör, afreksfólk og stjórnendur

Ph.D Performance Psychology (Dissertation) from Grand Canyon

MA degree in Counseling Psychology from Sonoma State. BA degree in Psychology from Truman State MBA International Business from Western University