
19/09/2025
GLEÐIFRÉTTIR💯 Lífgrös eru byrjuð aftur með verkefni í flóttamannabúðum í Kúrdistan Írak! Ekki nóg með það heldur höfum við líka fengið 1 árs styrk sem þróunnarsamvinnuverkefni félagasamtaka hjá Utanríkisráðuneytinu og erum innilega þakklát fyrir traustið sem okkur er sýnt🙏
Eftir sem áður þurfa Lífgrös líka að leggja fram framlag til að fá styrkinn og því munum við halda áfram að leita eftir stuðningi hjá þér.
Lífgrös ráku verkefni 2023-2024 í þremur flóttamannabúðum sem 650 konur nutu góðs af. Þessi námskeið voru gífurlega vinsæl en svo bönnuðu stjórnvöldin okkur. Það var gert á þeim forsendum að það væri of hættulegt að kenna ómenntuðum flóttakonum að búa til smyrsl og te úr kamillu.
Núna kennum við mun lengri og ítarlegri námskeið í tvær vikur og í stað þess að búa til vörur á staðnum þá sýnum við hvernig á að gera það og gefum þeim svo vörur sem við framleiðum annarsstaðar. Með þessum breytingum vonumst við til þess að stjórnvöld í Kúrdistan verði okkur ævinlega hliðholl.