10/10/2020
Titillinn í neðangreindri grein er skemmtilega dramatíseraður af hálfu Fréttablaðsins (!) og endurspeglar ekki sýn sálfræðinga KMS á ástandið. Ef eitthvað er, hefur dregið úr kvíða í þessari þriðju bylgju faraldursins sem sést á því að fólk er meira á ferðinni en fyrst var. Aftur á móti eru fleiri orðnir leiðir og pirraðir á ástandinu, eins og skiljanlegt er.
Kvíði í þriðju bylgju kórónaveirufaraldursins er talsvert öðruvísi en í fyrstu bylgjunni samkvæmt Sóleyju Dröfn Davíðsdóttur, forstöðusálfræðingi á Kvíðameðferðarstöðinni. Þyngra hljóð er í fólki og meiri depurð og uggur í garð vetrarins en áður. Vaxandi hópur...