Námskeið unnið í samvinnu við Héðinn Unnsteinsson höfund bókarinnar Vertu úlfur, wargus esto. Á námskeiðinu er velt upp praktískum leiðum að bættri líðan og lífsánægju. Sérstök áhersla er á hvernig má takast á við það verkefni að komast aftur til virkni og ná aftur fullri lífs- og starfsgetu eftir að hafa misst virkni og dottið út af vinnumarkaði. Unnið er útfrá Lífsorðinum 14, en þau byggja á rey
nslu Héðins og eru aðferðir sem honum fannst hjálpa sér til að vinna sig í átt að fullri samfélagsþátttöku eftir að hafa misst fótana, ná sátt og fyrirgefningu.
ámskeiðið stendur yfir í s*x vikur þar sem hist verður einu sinni í viku tvær klukkustundir í senn. Efni námskeiðsins eru Lífsorðin 14, þau rædd og farið í leiðir til að tvinna þau inn í daglegt líf. Þátttakendur læra að tileinka sér þessar aðferðir, farið verður í æfingar, verkefni og umræður í hverjum tíma og lagt upp úr því að námskeiðið nýtist hverjum og einum á hans eigin forsendum. Leiðbeinendur námskeiðsins verða Harpa Katrín Gísladóttir sálfræðingur og Héðinn Unnsteinsson ráðgjafi og höfundur Lífsorðanna 14. Verð 38.000.-
Bókin Vertu úlfur, wargus esto og segull með Lífsorðunum 14 fylgir með í námskeiðsgjöldum. september 2015
Fimmtudagar kl 13:15-15:15
S*x skipti