Litla Kvíðameðferðarstöðin

Litla Kvíðameðferðarstöðin Litla Kvíðameðferðarstöðin er sálfræði- og ráðgjafaþjónusta fyrir börn, unglinga og ungmenni. Við sinnum skjólstæðingum frá 0-20 ára og aðstandendum þeirra.

Litla Kvíðameðferðarstöðin er sálfræðistofa sem starfar samhliða Kvíðameðferðarstöðinni.

Ert þú félagsráðgjafi með menntun í fjölskyldumeðferð og langar til að starfa hjá okkur 1-2 daga í viku? Smelltu þá hér:
21/05/2025

Ert þú félagsráðgjafi með menntun í fjölskyldumeðferð og langar til að starfa hjá okkur 1-2 daga í viku?
Smelltu þá hér:

Litla Kvíðameðferðarstöðin óskar eftir að ráða til starfa félagsráðgjafa með menntun í fjölskyldumeðferð. Um er að ræða 20-40% verktakastöðu þar sem unnið er 1-2 virka daga í viku á dagvinnutíma. Vinnutími getur þó verið sveigjanlegur sé óskað eftir því. Litla KM...

Við eigum 9 ára afmæli í dag 🎉 Það er mikil ánægja að segja frá því að okkur hefur tekist að halda almenna biðlistanum s...
17/03/2025

Við eigum 9 ára afmæli í dag 🎉 Það er mikil ánægja að segja frá því að okkur hefur tekist að halda almenna biðlistanum stuttum síðasta árið! Einnig höfum við fjölgað teymum sem gerir okkur kleift að þjónusta fleiri skjólstæðinga. Við erum ótrúlega þakklát fyrir okkar frábæru sálfræðinga og ritara sem gera vinnustaðinn svo frábæran og faglegan ♥️ Við erum líka þakklát fyrir okkar frábæru skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra 🥰

01/02/2025
Stefán Þorri sálfræðingur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni með skýra og góða grein um hvernig bæta megi svefn barna nýju á...
28/01/2025

Stefán Þorri sálfræðingur á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni með skýra og góða grein um hvernig bæta megi svefn barna nýju ári 😊😴

Á nýju ári skapast oft tækifæri til að fara yfir það gamla sem er liðið, velta fyrir sér hvað hafi gengið vel og hvað má bæta á komandi ári og í þeim efnum er algengt að almenn heilsuefling komi við sögu. Heilsa er ekki bara eitthvað eitt, heldur margir áhrifaþættir sem ko...

14/12/2024

Katrín okkar lýsir þróunarfræðilegu ástæðunum fyrir þörf okkar á tengslum við annað fólk í þættinum Torgið þar sem fjallað var um einmanaleika.

Nemar á Litlu KMS bjóða upp á ókeypis fælnimeðferð! Takmarkað pláss í boði. Endilega sendið tölvupóst á litlakms@litlakm...
14/10/2024

Nemar á Litlu KMS bjóða upp á ókeypis fælnimeðferð! Takmarkað pláss í boði. Endilega sendið tölvupóst á litlakms@litlakms.is ef þið viljið nýta ykkur þetta frábæra tækifæri 😊

Alexandra og Rúna eru nýir nemar hjá okkur þessa önnina og munu starfa undir leiðsögn reyndra sálfræðinga hjá Litlu KMS....
03/09/2024

Alexandra og Rúna eru nýir nemar hjá okkur þessa önnina og munu starfa undir leiðsögn reyndra sálfræðinga hjá Litlu KMS. Þær eru báðar meistaranemar í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands og munu útskrifast vorið 2025. Hægt er að óska eftir tíma hjá þeim og eru nemaviðtölin á lægra verði.
Nánari upplýsingar um þær má finna á heimasíðunni okkar:

https://www.litlakms.is/alexandra
https://www.litlakms.is/runa

Gott að vita um tilfinningar 😁☹️😡😱
20/06/2024

Gott að vita um tilfinningar 😁☹️😡😱

Alltaf gott að hafa þetta í huga. Góðar sumaræfingar fyrir þá sem þurfa 😊☀️
18/06/2024

Alltaf gott að hafa þetta í huga. Góðar sumaræfingar fyrir þá sem þurfa 😊☀️

Hugmyndir að verkefnum til þess að draga úr kvíða í sumar:

Panta sjálf/ur ís eða biðja um vatnsglas (alveg niður í 4-5 ára).

Fara í óvissuferð í strætó og láta börnin stýra ferðinni við að rata aftur heim/biðja um leiðbeiningar.

Æfa sig í að gista hjá vinum eða vera ein/n heima (það er léttara þegar bjart er úti).

Skoða geitunga og kóngulær á rólegan og forvitin hátt (finna 10 áhugaverð atriði um dýrið).

Æfa sig í að tala við yfirmenn augliti til auglitis eða hringja sig sjálf inn veik/biðja um frí (ef e-r er nógu gamall til að vera í vinnu á hann/hún að læra að sjá um samskiptin við yfirmann sjálf/ur og alls ekki bara í gegnum fésbókina).

Mæta með í heimsóknir til frænku (án síma) og taka þátt í samtali með fullorðnum.

Svara í heimasímann þegar óþekkt númer hringir.

Hafa samband við vin að fyrra bragði og stinga uppá að gera eitthvað.

Hringja og panta pizzur/ bóka tíma í klippingu (ekki gegnum netið).

Venja sig af því að nota síma/tölvu/sjónvarp fyrir háttinn, gamla góða bókin eða tónlist/hljóðbók er það eina sem tefur ekki svefn eða skerðir svefngæði.

Allt eru þetta algeng atriði sem ungt fólk á erfitt með jafnvel fram yfir 20 ára. Það borgar sig að byrja á því sem fyrst að efla sjálfstæði þeirra og auka þol við vanlíðan og óvissu.

Gott að vita um kvíða 😊☀️
14/06/2024

Gott að vita um kvíða 😊☀️

Gott að vita um kvíða 😊
13/06/2024

Gott að vita um kvíða 😊

15/05/2024

Leviosa is proud to announce a new collaboration with the town of Grindavík. 🤝

Over the past six months, a significant portion of Grindavík's population has been displaced due to ongoing volcanic activity and continuous earthquakes. During these challenging times, the town has partnered with Litla Kvíðameðferðarstöðin and Seigla Sálfræðistofa to provide crucial mental health services to both children and adults impacted by these traumatic events.

Recognizing the need for a secure and efficient solution to manage patient care and documentation, Grindavík chose Leviosa for our advanced features and adaptability. Our platform facilitates team collaboration and streamlines clinical documentation, ensuring that those affected receive timely and effective support.

We are honored to support the Grindavík community with our solution and wish them strength and resilience during these unprecedented times. 💚

Address

Síðumúli 13, 2 Hæð
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00

Telephone

+3545716110

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Litla Kvíðameðferðarstöðin posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Litla Kvíðameðferðarstöðin:

Share