04/06/2025
Mikið ofboðslega sem ég er þakklátur og ánægður með fyrsta veturinn í Golfstöðinni í fullri starfsemi og fyrsta veturinn sem ég er bara að vinna í Golfstöðinni!
Hefðbundnir Golfstyrktartímar rúlluðu í allan vetur, uþb 12 tímar í viku, þar voru tugir þátttakenda og nokkrar tímasetningar seldust upp.
Ég kenndi líka golfstyrk 60+ tvisvar sinnum í viku. Golf og styrktarnámskeið fyrir 60+ með Hlöðver rúllaði eftir áramót og var mjög vinsælt og við fjölguðum hópum þar.
Við Derrick Moore vorum með mjög vel heppnað golf og styrktarnámskeið fyrir lengra komna í 4 vikur og miðað við móttökurnar gætum við þurft að gera meira af því í haust.
Ég tók við afrekskylfingum úr GR eftir áramót og aðstoðaði þar að auki suma af þeirra bestu kylfingum, áframhaldandi þjálfun Röggu Kristins og Arnór Tjörvi kom sterkurninn td.
Ég tók við fjöldanum öllum af einstaklingum í sjúkraþjálfun, oftast eitthvað tengt golfi. Hné, mjaðmir, mjóbak, axlir, háls og fleira og fleira sem truflar fólk í golfinu.
Þar að auki var ég með einstaklinga í einkaþjálfun sem vilja hafa fagmann sér við hlið þegar þeir lyfta. Oft eru það 50 ára og eldri einstaklingar sem eru búnir að ráða lífsgátuna og vita að það þarf að styrkja sig og stunda kröftuga þjálfun til þess að eldast vel, slá lengra og geta spilað gott golf eða leikið sér langt fram á efri ár.
Sem betur fer held ég stórum hluta af fastakúnnum vetrarins hjá mér í einhverri virkni í sumar en ég er strax farinn að hlakka til að fá alla aftur í hús í haust, heyra hvernig sumarið gekk í golfinu og hver næstu markmið verða!