Golfstyrkur

Golfstyrkur Bjarni Már Ólafsson
Sjúkraþjálfun, einkaþjálfun, fjarþjálfun. Www.golfstyrkur.is

Óskar Bjarni var að koma úr sinni fyrstu landsliðsferð með landsliði 50 ára og eldri og spilaði þar stöðugt og gott golf...
02/07/2025

Óskar Bjarni var að koma úr sinni fyrstu landsliðsferð með landsliði 50 ára og eldri og spilaði þar stöðugt og gott golf! Hann var með okkur í golfstyrknum síðasta vetur og það verður gaman að sjá hvert áframhaldandi styrktarþjálfun skilar honum.

05/06/2025

Margir segja að þetta snúist bara um að kveikja á myndavélinni og byrja að tala. Fyrir aðra er það aðeins flóknara 🤓🤓😂

04/06/2025

Mikið ofboðslega sem ég er þakklátur og ánægður með fyrsta veturinn í Golfstöðinni í fullri starfsemi og fyrsta veturinn sem ég er bara að vinna í Golfstöðinni!

Hefðbundnir Golfstyrktartímar rúlluðu í allan vetur, uþb 12 tímar í viku, þar voru tugir þátttakenda og nokkrar tímasetningar seldust upp.
Ég kenndi líka golfstyrk 60+ tvisvar sinnum í viku. Golf og styrktarnámskeið fyrir 60+ með Hlöðver rúllaði eftir áramót og var mjög vinsælt og við fjölguðum hópum þar.
Við Derrick Moore vorum með mjög vel heppnað golf og styrktarnámskeið fyrir lengra komna í 4 vikur og miðað við móttökurnar gætum við þurft að gera meira af því í haust.
Ég tók við afrekskylfingum úr GR eftir áramót og aðstoðaði þar að auki suma af þeirra bestu kylfingum, áframhaldandi þjálfun Röggu Kristins og Arnór Tjörvi kom sterkurninn td.

Ég tók við fjöldanum öllum af einstaklingum í sjúkraþjálfun, oftast eitthvað tengt golfi. Hné, mjaðmir, mjóbak, axlir, háls og fleira og fleira sem truflar fólk í golfinu.
Þar að auki var ég með einstaklinga í einkaþjálfun sem vilja hafa fagmann sér við hlið þegar þeir lyfta. Oft eru það 50 ára og eldri einstaklingar sem eru búnir að ráða lífsgátuna og vita að það þarf að styrkja sig og stunda kröftuga þjálfun til þess að eldast vel, slá lengra og geta spilað gott golf eða leikið sér langt fram á efri ár.
Sem betur fer held ég stórum hluta af fastakúnnum vetrarins hjá mér í einhverri virkni í sumar en ég er strax farinn að hlakka til að fá alla aftur í hús í haust, heyra hvernig sumarið gekk í golfinu og hver næstu markmið verða!

Hér má sjá sumarplanið í Golfstyrknum í júní, júlí og ágúst. Það er alveg á hreinu að það þýðir ekkert að sleppa takinu ...
26/05/2025

Hér má sjá sumarplanið í Golfstyrknum í júní, júlí og ágúst.
Það er alveg á hreinu að það þýðir ekkert að sleppa takinu á allri rútínu og því sem maður hefur verið að vinna að allan veturinn þó það sé komið sumar og golfvellir séu opnir.
Ég vil meina að besta leiðin til að viðhalda styrk yfir sumarið sé að lyfta aðeins minna, en mjög markvisst. Það er gott að taka 2-3 snarpar lyftingaæfingar á viku, þarf ekki að taka meira en 30-40 mínútur en ávinningurinn er mikill. Þú heldur styrknum í gegnum allt sumarið, skrokkurinn ræður betur við álagið í golfinu og kylfuhraðinn helst frekar. Svo þegar þú byrjar á haustprogramminu þá ertu ekki að byrja aftur á grunni heldur ertu að fara að byggja ofan á það sem þú vannst að síðasta vetur.
Þess vegna breytum við dagskránni í Golfstöðinni yfir sumartímann. Fækkum dögum í tvo æfingadaga á viku
Sumardíllinn okkar í Golfstyrk er þannig að þú borgar 20.000kr á mánuði, færð aðgang að tveimur tímum á viku með þjálfara, færð æfingaaðild í golfherma (1 klst á dag í hermi alla daga) með og mátt mæta aukalega þegar þér hentar í tækjasalinn til að æfa.

Golfstyrkurinn verður í gangi í allt sumar á þriðjudögum og fimmtudögum!
15/05/2025

Golfstyrkurinn verður í gangi í allt sumar á þriðjudögum og fimmtudögum!

Töflufundur og fræðsla hjá Hlöðver á Golf og styrktarnámskeiðinu fyrir 60+
15/04/2025

Töflufundur og fræðsla hjá Hlöðver á Golf og styrktarnámskeiðinu fyrir 60+

Golfstyrkurinn sem kenndur er í Golfstöðinni er styrktarþjálfun, liðkun og liðleikaæfingar fyrir golfara af öllum getust...
21/02/2025

Golfstyrkurinn sem kenndur er í Golfstöðinni er styrktarþjálfun, liðkun og liðleikaæfingar fyrir golfara af öllum getustigum.

Æfingaplanið er sett saman af Bjarna Má Ólafssyni sjúkraþjálfara og golfstyrktarþjálfara og hann kennir alla tíma.

Æfingarnar henta hverjum sem er því þær er allar hægt að aðlaga að getu hvers og eins.
Tímarnir eru fámennir og persónulegir, hver þátttakandi tekur æfingarnar á sínum hraða og magni og erfiðleika er stillt upp svo henti hverjum og einum.

Æfingarnar miða að því að auka styrk og högglengd, minnka líkur á meiðslum, auka þrek og þol, liðleika og jafnvægi.

Golfstyrkurinn er kenndur 8 tíma á viku og þú velur hvaða 3 tíma þú mætir í.

Golfstyrkur fyrir 60 ára og eldri er kenndur á mánudögum og miðvikudögum kl 10-11 og tekur sérstaklega tillit til aldurs í æfingavali. Þar er hægt að koma með beiðni fyrir sjúkraþjálfun.

Það er hægt að byrja hvenær sem er og um að gera að koma í heimsókn til að sjá hvernig tímarnir fara fram.

Ath. Núna er góður tími til að gera eitthvað í málum ef þú vilt vera betri í skrokknum í sumar.
19/02/2025

Ath. Núna er góður tími til að gera eitthvað í málum ef þú vilt vera betri í skrokknum í sumar.

Námskeið byrjar í næstu viku 💪🏌️‍♂️
05/02/2025

Námskeið byrjar í næstu viku 💪🏌️‍♂️

Námskeiðið byrjar þriðjudaginn 11.febrúar og skráning opnar í dag.

TPI hreyfigreining og golfstyrktaræfingar
Sveiflugreining og golfæfingakerfi
Kylfuhraðaæfingar og mælingar

Ef þú hefur virkilegan metnað fyrir því að bæta þig í golfi er þetta málið fyrir þig!

Uppselt er á fyrsta námskeið vorannar í golf- og styrktaræfingum. Endilega sendið póst á golfstodin@golfstodin.is ef þið...
06/01/2025

Uppselt er á fyrsta námskeið vorannar í golf- og styrktaræfingum. Endilega sendið póst á golfstodin@golfstodin.is ef þið viljið vera á blaði fyrir næsta námskeið.

Hóptímatafla vorannar 2025. Nýjir kvennatímar í hádeginu á þriðjudögum og fimmtudögum kl 12-13.
05/01/2025

Hóptímatafla vorannar 2025. Nýjir kvennatímar í hádeginu á þriðjudögum og fimmtudögum kl 12-13.

04/01/2025

Golfstöðin í Glæsibæ var stofnuð af sjúkraþjálfaranum Bjarna Má Ólafssyni, sem hafði þá sýn að opna alhliða æfingastöð fyrir kylfinga. Í Golfstöðinni eru tveir Trackman golfhermar, en þar er einnig líkamsræktarsalur og sjúkraþjálfunaraðstaða fyrir golfara eftir stækkun á árinu.

https://kylfingur.is/vidtal/golfstodin-midstod-til-baetinga

Address

Álfheimar 74
Reykjavík
104

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Golfstyrkur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Golfstyrkur:

Share