Sjálfsbjörg Skagafirði

Sjálfsbjörg Skagafirði Sjálfsbjörg eru samtök sem taka á öllum vandamálum sem hreyfihamlaðir takast á við í daglegu lífi

Stórt skref í rétta átt😊😊
10/06/2023

Stórt skref í rétta átt😊😊

Undanfarna daga hafa aðilar á vegum Römpum upp Ísland unnið að því að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða hér í Skagafirði. Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Þeir Magnús Gunnlaugur Jóhannesson formaður Sjálfsbjargar í Skagafirði og Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar opnuðu svo formlega fyrstu rampana hér í Skagafirði ásamt starfsmönnum Römpum upp Ísland. Þeir staðir þar sem hafa fengið aukið aðengi eru:

Arion Banki
Blóma- og gjafabúðin
Eden – snyrti- og fótaðgerðarstofa
Eftirlæti – snyrtistofa og verslun
Hársnyrtistofan Capello
Hjá Ernu – hársnyrtistofa
Táin og Strata – nudd-, fótaaðgerða- og snyrtistofa.
Íbúðir aldraðra á Hofsósi

Hægt er að fræðast nánar um verkefnið á heimasíðu Römpum upp Ísland (rampur.is) og jafnframt geta aðilar sótt um stuðning við framkvæmdir til að bæta aðgengi hjá sér á heimasíðunni

08/11/2022

Fatlað fólk á geta farið út að borða án þess að hafa áhyggjur af aðgengi! ❤️

Hér eru nokkrar ábendingar til að bæta aðgengi á veitingastöðum 🔥



//

Disabled people shouldn't have to worry about accessibility when they go to restaurants ❤️

Following is a list of actions to improve accessibility 🔥

03/11/2022

(Deilið þessum pósti sem víðast)
Í kvöld fengum við hjá Þroskahjálp fregnir af því að fatlaður maður hafi verið handtekinn af lögreglunni og til standi að senda hann úr landi í nótt. Þroskahjálp hefur aðstoðað manninn undanfarna mánuði og hefur staðfestar heimildir fyrir því að hvorki réttindagæsla fatlaðs fólks né lögfræðingur mannsins fái að tala við hann.

Síðastliðna mánuði hefur lögmaður unnið að því að fara með málið fyrir dómstóla - enda vandséð að til sé manneskja í viðkvæmari stöðu en sú sem ekki getur sinnt athöfnum daglegs lífs án aðstoðar sem við vitum að ekki stendur til boða í Grikklandi.
Þar að auki stendur til að taka af honum hjólastólinn, þar sem hann telst sem eign íslenska ríkisins. Mennskan er engin!

Ísland hefur skuldbundið sig til að virða og framfylgja alþjóðlegum mannréttindasamningum á borð við samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Við fordæmum því þessar aðgerðir og köllum á tafarlaus viðbrögð frá stjórnvöldum.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, Katrín Jakobsdóttir , Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson Sigurður Ingi Jóhannsson

01/11/2022

🦾 Jafnréttisganga Sjálfsbjargar fór fram 1978 og tóku 8-10 þúsund manns þátt! 💪

Í göngunni var sungin texti eftir Pétur Þorsteinsson við lagið 'Fyrr var oft í koti kátt' en Pétur starfaði lengi fyrir Sjálfsbjargar félagið á Siglufirði 🤩

🎼 Þó skert sé orka og mörgum mein
margt er hægt að gera.
Lífsins gleði er listin hrein
og létt sinn þunga bera.
Sjálfsbjargar nú sýnum mátt
þó sýnist grýttar brautir.
Sækjum fram í sólar-átt
sigrum allar þrautir. 🎼

Gangan var skipulögð af Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við fund þeirra við þáverandi borgarstjóra, Egil Skúla Ingibergsson 🤩



//

🦾 Sjálfsbjörg's equality march was held in 1978 with 8-10 thousand people marching 💪

Sjálfsbjörg Reykjavík chapter organized the march for their meeting with the mayor of Reykjavik at the time, Egill Skúli Ingibergsson 🤩

Pétur Þorsteinsson from Sjálfsbjörg Siglufjörður chapter, wrote new lyrics for the song 'Fyrr var oft í koti kátt' for the occation 🤩

We hope to find a volunteer to translate the poem to English!

01/11/2022

Rampar.is er síða sem hjálpar þeim sem langar að bæta aðgengi að gera það verkefni léttara mæli eindregið með að kýkja inná þessa síðu

01/11/2022

Sjálfsbjörg Skagafirði stendur á bakvið það að gera Skagafjörð að stað þar sem allir geta búið án þess að þurfa að vera í því veseni að komast ekki eitthvað útaf lélegu aðgengi

Address

Sauðárkrókur
550/551

Telephone

+3548979470

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sjálfsbjörg Skagafirði posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram