01/06/2023
Góðan dag
Ákvað að koma með smá innlegg hérna þar sem nokkrir hafa verið að spurja hvort ég sé byrjuð aftur að nudda. En eins og einhverjir vita þá átti ég dóttur mína rúmum 9 vikum fyrir tímann í ágúst í fyrra, það hafa verið mikil veikindi á henni og mikið læknastúss svo ég hef ekki getað farið af stað aftur að nudda. Ég vil geta gefið mig alla í nuddið enda eigið þið ekkert minna en það skilið 🥰
Ég stefni alltaf að sjálfsögðu á að byrja sem fyrst og vonandi gerist það núna í sumar. Farið vel með ykkur elskurnar og vonandi fer ég að sjá ykkur á bekknum fljótlega 🥰❤️