Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Heilbrigðisstofnun Suðurlands HSU starfrækir níu heilsugæslur á tíu starfsstöðvum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga.

Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.

FLIKK er lausn yrir foreldra og forráðamenn barna sem eru að glíma við kvíðavanda. Námskeiðið er alfarið á netinu.Skráni...
19/11/2025

FLIKK er lausn yrir foreldra og forráðamenn barna sem eru að glíma við kvíðavanda. Námskeiðið er alfarið á netinu.

Skráning á vefslóðinni í fyrstu athugasemd.

"Milou búnaðurinn sparar verðandi mæðrum og stækkandi fjölskyldum tíð og gjarnan kostnaðarsöm ferðalög á síðustu metrum ...
18/11/2025

"Milou búnaðurinn sparar verðandi mæðrum og stækkandi fjölskyldum tíð og gjarnan kostnaðarsöm ferðalög á síðustu metrum meðgöngunnar", segir Björk Steindórsdóttir yfirljósmóðir HSU.

Frétt í efstu athugasemd.

„Það er svo gefandi að kynnast heilu fjölskyldunum og fylgja fólki eftir í gegnum lífið," segir Íris Óskarsdóttir heimil...
15/11/2025

„Það er svo gefandi að kynnast heilu fjölskyldunum og fylgja fólki eftir í gegnum lífið," segir Íris Óskarsdóttir heimilislæknir á heilsugæslunni á Selfossi.

Frétt um Írisi má lesa í fyrstu athugasemd.

Í byrjun september gerðu Landsvirkjun og sjúkraflutningar HSU samkomulag um að tryggja bráðaviðbragð við virkjanaframkvæ...
12/11/2025

Í byrjun september gerðu Landsvirkjun og sjúkraflutningar HSU samkomulag um að tryggja bráðaviðbragð við virkjanaframkvæmdir á Vaðöldu, þar sem fyrsta vindorkuver landsins rís.

Samningurinn felur í sér að einn sjúkraflutningamaður verður á vakt á svæðinu á meðan framkvæmdir standa yfir, til að tryggja skjót viðbrögð ef slys eða óvænt atvik koma upp.

Á myndinni eru Þorsteinn Hoffritz aðalvarðstjóri, Einar Tryggvason sjúkraflutningamaður og Hermann Marinó Maggýarson yfirmaður sjúkraflutninga hjá HSU.

Bráðamóttaka HSU fékk styrk frá Kiwanisklúbbnum Ölver í Þorlákshöfn. Kiwanis menn styrktu deildina um 8 spjaldtölvur. Þe...
10/11/2025

Bráðamóttaka HSU fékk styrk frá Kiwanisklúbbnum Ölver í Þorlákshöfn.
Kiwanis menn styrktu deildina um 8 spjaldtölvur. Þessi styrkur mun nýtast vel fyrir skjólstæðinga bráðamóttökunnar og bráðalyflækningadeildar, þar sem sjúklingar geta þurft að liggja lengur en áætlað er.

Við þökkum Kiwanisklúbbnum Ölver kærlega fyrir þennan rausnarlega styrk.

Á myndinni er Kolbrún Gunnarsdóttir, deildarstjóri bráðamóttöku og bráðalyflækningadeildar sem tekur á móti styrknum frá Birni Þór Gunnarssyni, varaforseta Kiwanisklúbbsins Ölver.

09/11/2025
„Fjölbreytni og nærvera sjúklinga heilla í Hveragerði“ segir Dröfn Hilmarsdóttir heimilislæknir á heilsugæslunni í Hvera...
08/11/2025

„Fjölbreytni og nærvera sjúklinga heilla í Hveragerði“ segir Dröfn Hilmarsdóttir heimilislæknir á heilsugæslunni í Hveragerði.

Nánar má lesa um Dröfn í fréttinni í fyrstu athugasemd.

Þann 5. nóvember síðastliðinn var haldinn íbúafundur í Rangárþingi í samstarfi við Ásahrepp og Rangárþing eystra og ytra...
07/11/2025

Þann 5. nóvember síðastliðinn var haldinn íbúafundur í Rangárþingi í samstarfi við Ásahrepp og Rangárþing eystra og ytra undir yfirskriftinni Samstíga að góðri heilsu. Markmið fundarins var að ná samtali með það fyrir augum að byggja upp sameiginlega framtíðarsýn með heilsu og vellíðan að leiðarljósi.

Anton Kári Halldórsson sá um fundarstjórn. Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU, hóf fundinn á kynningu á stofnuninni með sérstaka áherslu á heilsugæsluna í Rangárþingi. Hún fór meðal annars yfir niðurstöður þjónustukönnunar ríkisins þar sem heilsugæslan í Rangárþingi fær frábæra einkunn frá þjónustuþegum sínum eða 4,7 af 5 mögulegum.

Á fundinum urðu líflegar og uppbyggilegar umræður um læknamönnun, aukið samstarf við sveitarfélög, heilsueflingu íbúa og þróun heilsugæslu. Einnig var rætt um skipulag þjónustu og tækifæri til aukinnar nýsköpunar.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands þakkar öllum sem mættu á fundinn kærlega fyrir þátttökuna og framlag sitt til málefnanna.

Björgunarfélag Árborgar færði Heilbrigðisstofnun Suðurlands Neyðarkallinn 2025. HSU styrkir árlega björgunarsveitirnar m...
07/11/2025

Björgunarfélag Árborgar færði Heilbrigðisstofnun Suðurlands Neyðarkallinn 2025. HSU styrkir árlega björgunarsveitirnar með kaupum á Neyðarkallinum.

Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður, til minningar um björgunarsveitamann sem lést á björgunaræfingu í Tungufljóti í fyrra.

Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU, tók við Neyðarkallinum fyrir hönd stofnunarinnar.

Heilsugæsla Uppsveita opnaði í gær og var vel sótt úr öllum sveitarfélögunum. Tíu ungum fulltrúum frá sveitarfélögunum f...
06/11/2025

Heilsugæsla Uppsveita opnaði í gær og var vel sótt úr öllum sveitarfélögunum. Tíu ungum fulltrúum frá sveitarfélögunum fimm sem mynda uppsveitir Árnessýslu boðin á opnunina. Þessir flottu fulltrúar stóðu sem táknmynd framtíðarneytenda Heilsugæslu Uppsveita.

Nýtt húsnæði Heilsugæslu Uppsveita stendur við Hrunamannaveg 3 að Flúðum og var gestum og sveitungum öllum boðið að heimsækja nýju starfsstöðina, ganga um húsnæðið, tala við starfsfólk og kynna sér nýju aðstöðuna. Fjöldi fólks úr öllum nærliggjandi sveitum komu til að bera nýja staðsetningu augum og var fjöldi gesta á opnunina um 250 manns.

Það er gaman að segja frá því að samkvæmt þjónustukönnun sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendir út til neytenda mælist þjónustan sem Heilsugæsla Uppsveita veitir sínu fólki í hæstu hæðum. Slíkar niðurstöður eru starfsfólkinu og starfseminni mikill mælikvarði á hversu öflugt starfsfólk stendur innan veggja Heilsugæslu Uppsveita. En Heilsugæsla Uppsveita þjónustar allar uppsveitir Árnessýslu og myndar þannig eitt víðfeðmasta þjónustusvæði sem starfsstöð á vegum HSU þekur.

Hefðbundin starfsemi hófst í dag, og getur fólk hringt í 1700 allan sólarhringinn og fengið leiðbeinandi ráðgjöf frá hjúkrunarfræðingi sem getur leyst úr erindinu eða vísað þér í framhaldi í viðeigandi úrræði, t.d. til læknis.

Address

Við Árveg
Selfoss
800

Telephone

+3544322000

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Heilbrigðisstofnun Suðurlands posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category