Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Heilbrigðisstofnun Suðurlands Starfstöðvar HSU eru alls níu á tíu stöðum á Suðurlandi. Fjöldi starfsmanna er um 700.

Andri Jón Heide hefur verið ráðinn til árs sem yfirlæknir á bráðamóttökunni á Selfossi. Við óskum honum til hamingju og ...
22/09/2025

Andri Jón Heide hefur verið ráðinn til árs sem yfirlæknir á bráðamóttökunni á Selfossi. Við óskum honum til hamingju og velfarnaðar í nýju hlutverki.

12/09/2025
Gulur september felur í sér samvinnu um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir á öllum stigum. Það er von að verkefnið, auki með...
10/09/2025

Gulur september felur í sér samvinnu um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir á öllum stigum. Það er von að verkefnið, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.

https://gulurseptember.is/

Verkefnið hefur yfirskriftina ,,Kraftmiklir krakkar” og hefur það markmið að fást við offitu meðal barna á markvissan há...
08/09/2025

Verkefnið hefur yfirskriftina ,,Kraftmiklir krakkar” og hefur það markmið að fást við offitu meðal barna á markvissan hátt.

Undanfarin misseri hefur Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) unnið að þróunar- og rannsóknarverkefni fyrir svokallaða lífsstílsmóttöku fyrir börn á heilsugæslustöðvum í umdæminu. Verkefnið hefur yfirskriftina ,,Kraftmiklir krakkar” og hefur það markmið að fást við offitu ...

Móberg og Sunnulækjarskóli hafa hafið samstarf þar sem nemendur setja reglulega upp sýningu á list sinni fyrir áhugasama...
08/09/2025

Móberg og Sunnulækjarskóli hafa hafið samstarf þar sem nemendur setja reglulega upp sýningu á list sinni fyrir áhugasama.
Nú er í gangi sýning frá börnum í 4. bekk á listaverkum sem unnin eru úr þurrpastel-litum.

Hvetjum öll til að koma og njóta sýningarinnar á Móbergi.

Á hverju ári þann 8. september er haldinn hátíðlegur alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar.Þema ársins 2025 er heilbrigð öld...
08/09/2025

Á hverju ári þann 8. september er haldinn hátíðlegur alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar.
Þema ársins 2025 er heilbrigð öldrun með áherslu á forvarnir gegn hrumleika og föllum hjá eldri einstaklingum. Þetta undirstrikar mikilvægi sjúkraþjálfunar í heilbrigðri öldrun, þar sem hreyfanleiki, sjálfstæði og lífsgæði skipta sköpum.

Með fréttinni fylgja upplýsingaspjöld sem flestir ættu að geta nýtt sér.

Við á HSU erum sérlega þakklát fyrir þann öfluga hóp sjúkraþjálfara sem starfa hjá okkur og óskum þeim sem og öðrum sjúkraþjálfurum hjartanlega til hamingju með daginn.

Niðurstöður þjónustukönnunar endurspegla að þjónustuþegar telja viðmót og framkomu starfsfólks á HSU framúrskarandi.
04/09/2025

Niðurstöður þjónustukönnunar endurspegla að þjónustuþegar telja viðmót og framkomu starfsfólks á HSU framúrskarandi.

Um miðjan ágúst opnaði ný deild á Selfossi undir heitinu Bráðalyflækningadeild (BLD). Deildin er 8 rúma gæsludeild staðs...
03/09/2025

Um miðjan ágúst opnaði ný deild á Selfossi undir heitinu Bráðalyflækningadeild (BLD).
Deildin er 8 rúma gæsludeild staðsett við bráðamóttöku (BMT) á Selfossi og er ætluð sjúklingum með bráðan heilsuvanda sem að mestu fellur undir lyflækningar og tengdar undirsérgreinar.

HSU óskar öllum þeim sem unnið hafa að opnun deildarinnar innilega til hamingju með áfangann.

Nánar um deildina og viðtal við Helga Hafstein Helgason, yfirlækni lyflækna í fyrstu athugasemd.

Brjóstaskimun á Hvolsvelli 27.-28. október. Tímapantanir í síma 543-9560
02/09/2025

Brjóstaskimun á Hvolsvelli 27.-28. október. Tímapantanir í síma 543-9560

Bjarni Valtýsson hefur verið ráðinn sem nýr yfirlæknir á heilsugæslunni í Rangárþingi. Við bjóðum hann hjartanlega velko...
02/09/2025

Bjarni Valtýsson hefur verið ráðinn sem nýr yfirlæknir á heilsugæslunni í Rangárþingi. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn í okkar lið.

Þau ætluðu bara að vera í 1 ár en hafa nú starfað á heilsugæslunni í Vík í 40 ár!Heilbrigðisstofnun Suðurlands færir Hel...
01/09/2025

Þau ætluðu bara að vera í 1 ár en hafa nú starfað á heilsugæslunni í Vík í 40 ár!
Heilbrigðisstofnun Suðurlands færir Helgu og Sigurgeiri innilegar hamingjuóskir með þessi merku tímamót. Við þökkum þeim kærlega fyrir ómetanlegt starf og óeigingjarna þjónustu í þágu samfélagsins hingað til og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Address

Við Árveg
Selfoss
800

Telephone

+3544322000

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Heilbrigðisstofnun Suðurlands posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category