Bryndís er með áralanga reyslu af heilsurækt, þjálfun og heilsuráðgjöf.
Þessi síða er til að miðla ýmsum jákvæðum og uppbyggilegum upplýsingum um ýmislegt sem snýr að heilsu og vellíðan. Bryndís veitir ráðgjöf um bætiefni, næringu og heilsuvörur ásamt því að halda heilsuræktarnámskeið í heildrænni þjálfun, bæði í gegnum einkaþjálfun og jógaiðkun. Lífsstílsnámskeiðin fyrir konur byrjaði Bryndís að halda eftir að hafa aðstoðað fjölda kvenna í tæp 10 ár við að gera góðar breytingar í gegnum einkaþjálfun.
Þjálfunin er mjög persónuleg og einstaklingsmiðuð út frá ástandi og markmiðum hverrar og einnar. Takmarkaður fjöldi er í hóp til að tryggja gott utan um hald og hámarks árangur. Að æfa eins og í einkaþjálfun en vera í litlum hóp veitir einnig félagaslegan stuðning og hvatningu.
Í jóga gefst iðkendum tækifæri til að rækta líkama, sál og huga í friðsælli umgjörð til að bæta bæði líkamlega og andlega líðan sína, sem og að viðhalda góðu heilbrigði og jafnvægi. Markmið Bryndísar er að veita fyrsta flokks persónulega þjónustu með heilbrigðri hvatningu og leiðbeina iðkendum í gegnum fróðleik og kennslu í áttina að heilbrigðum lífsstíl. Bryndís heldur lokuð námskeið á Selfossi er það einlægur ásetningur hennar að bjóða uppá heildræna heilsurækt sem byggir upp jákvæð lífsviðhorf og styrkir jákvæða sjálfsmynd. Bryndís er Einkaþjálfari frá 2005, Rope Yoga kennari frá Guðna Gunnars frá 2006 og Yoga Nidra kennari frá Amrit Yoga Institude frá 2015 með framhaldsmentun í Yoga Nidra frá 2019, ásamt því að vera Heilsumarkþjálfi frá IIN frá 2017. Bryndís hefur leiðbeint fólki á aldrinum 14 - 82 ára meira en 15 ár. Hægt er að hafa samband við Bryndísi með Facebook skilaboðum, tölvupósti eða í gegnum síma, bæði til að fá upplýsingar og skrá sig á námskeiðin og einnig til að panta tíma í persónulega heilsuráðgjöf.