16/07/2024
Í gær, mánudaginn 15. júlí, var efnt til útijógatilraunar og þátttakan fór fram úr vonum sem og veðurgæðin. Hér á myndunum er sýnishorn af því sem fram fór í garðinum.
Ég er að hugsa um að halda útijóganámskeið í lok sumars og vildi kanna hvort margir hefðu áhuga.
Það yrði á miðvikudagseftirmiðdögum í ágúst kl. 17-18.15.
Það yrðu 4 skipti (7., 14., 21. og 28. ágúst).
Hver tími væri 75 mínútur (Hreyfing í 45 mínútur og slökun í 30). Kostnaður væri 14.000 á mann (lágmarksfjöldi á námskeiðið 10 manns en garðurinn rúmar 20 auðveldlega)
Staðsetning yrði að óbreyttu hér í garðinum og ég hefði jógadýnur til reiðu, þátttakendur þyrftu að klæða sig eftir veðri og hafa með sér ullarteppi og/eða svefnpoka.
Að hreyfa sig utandyra hefur marga kosti fram yfir að vera inni en á okkar landi er veðrið ævinlega óvissuferð en við getum jú klætt það af okkur.
ÁHUGASAMIR SENDI PÓST Á NETFANGIÐ mediaevaland@gmail.com og boði þátttöku sína í útijóga á tímabilinu.