Nudd hjá Ernu

Nudd hjá Ernu Vissir þú að nuddmeðferðir eru ekki einhver tískufyrirbrigði?

Ég heiti Erna Líndal Kjartansdóttir er Uppeldisfræðingur að mennt með sérnám í fötlunarfræði/einhverfu.

Ég hef alltaf haft áhuga á heildstæðum meðferðum varðandi heilsu. Zoneterapiskolen BodyMind
Ég bjó í Danmörku á þeim árum sem ég fór í 2ja ára nám í Svæðameðferð í Zoneterapiskolen “BodyMind” Útskrifaðist sem Svæðanuddari árið 2003. Traditional Medical and Massage School
Áhugi minn á nuddi hélt áfram að vaxa og árið 2007 fékk ég tækifæri og fór til Thailands og skráði mig í Wat Pho, Thai, Traditional Medical and Massage School. Þar lærði ég “General Thai Massage”

Árið 2009 fór ég aftur til Thailands algjörlega heilluð af menningu sem og íbúum landsins og skráði mig í áframhaldandi nám í nuddi ásamt því að læra um jurtir og hvernig má nota þær sem góða viðbót við nudd. “Addvanced Thai Medical Massage Therapy”

Í apríl 2023 skráði ég mig aftur í nuddskólann Wat Pho í áframhaldandi námskeið í nuddi "Massage for women´s health care" þar sem megináherslan var á nuddaðferðir á meðgöngu og eftir fæðingu sem og nuddaðferðir fyrir konur á breytingarskeiði.

Ég hef einnig tekið marga spennandi kúrsa sem styðja- og nýtast við nudd og vellíðan eins og t.d. Moxa I og II
Moxa eru þurrkuð blöð af jurtinni Artemisia Vulgaris og þeim er rúllað upp í þéttan “vindil” pinna. Kveikt er í Moxa pinnanum og hitinn frá pinnanum er notaður á Acupuncture punkta og auma staði líkamans, einskonar nálastungur án nála. Bach Flower Remedies
Dr. Edward Bach var læknir og homeopath í kringum 1930 og þróaði á sínum tíma 38 mismunandi blómadropa sem má nota við að koma á jafnvægi tilfinninga hjá einstaklingum. Bach skipti dropunum niður í 7 meginflokka sem eiga að vinna með tilfinningar eins og ótta, óvissu, áhugaleysi og einmannaleika sem dæmi.

Á lausa tíma í nudd núna í októberSími: 845 4240
15/10/2024

Á lausa tíma í nudd núna í október

Sími: 845 4240

Hæ hæ er mætt á ströndina og byrjuð að nudda.Hlakka til að sjá ykkur.
21/03/2024

Hæ hæ er mætt á ströndina og byrjuð að nudda.
Hlakka til að sjá ykkur.

Address

Sólarvegur 14
Skagaströnd
545

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Nudd hjá Ernu posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Nudd hjá Ernu:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram