
31/07/2025
31. júlí - Höfuðstaða við foss
Síðasti dagurinn í !
Hvaða áskorun tökum við næst?
Takk öll sem tókuð þátt á einn eða annan hátt!
Vonandi hlustuðu öll á líkamann og gerðuð bara eins og hann leyfði.
Sjálf þurfti ég að taka pásu frá daglegum höfuðstöðum þegar axlirnar voru ekki til í meira.
Það er gaman að setja sér markmið og vinna að þeim skref fyrir skref.
Húm Hekla fær sérstakt hrós fyrir þrautseigju og að gefast ekki upp.
Hún þorði að leyfa okkur að fylgjast með sér nánast daglega gera áskorunina og fór frá því að geta alls ekki komið sér upp í að geta spyrnt sér upp og haldið sér uppréttri og náð að færa fætur aðeins frá veggnum.
Hún fékk ráð frá mér hvað hún gæti reynt að gera öðruvísi þegar hún setti inn video og að lokum sjáum við svakalegan mun.
👏👏👏