Bowen og Heilsa

Bowen og Heilsa Bowen er mjúk heildræn meðhöndlun á vefjum, aðallega bandvef. Sumir upplifa það að verkir hverfi eftir aðeins eina meðferð.

Bowen meðferð felst í því að Bowentæknirinn notar fingurna til að gera rúllandi hreyfingar yfir vöðva og sinar á ákveðnum stöðum á líkamanum. Yfirleitt er allur líkaminn meðhöndlaður en ekki aðeins það svæði sem kvartað er yfir verkjum í.

Á milli hreyfinga yfirgefur Bowentæknirinn herbergið til þess að gefa líkama þiggjandans tóm til að melta þau skilaboð sem hann fær með hreyfingunum sem hefur þau áhrif að spenna í líkamanum minnkar og sjálfsviðgerðareiginleikar hans taka að starfa. Aðrir þurfa fleiri meðferðir og hjá einstaka þiggjanda hjálpar Bowenmeðferð ekki. Yfirleitt er ráðlagt að fólk komi þrisvar í meðferð með viku millibili og þá án þess að fara í aðrar líkamsmeðferðir á meðan s.s. hnykkingar, nudd, sjúkraþjálfun og þessháttar. Oftast duga þessar 3 meðferðir til þess að í finna út hvort Bowenmeðferð virkar á þiggjandann þótt um langvarandi ástand sé um að ræða. Mörgum finnst gott að við halda góðum árangri meðferðarinnar og fara í Bowenmeðferð með 6, 9 eða 12 mánaða millibili. Við meðferð fer oft mikið hreinsunarferli í gang í líkamanum og gömul uppsöfnuð eiturefni losna. Þeir sem eru veikir geta upplifað að verkir aukast og gamlir verkir sem legið hafa í dvala stundum í áraraðir láta á sér kræla.

Ég kynntist Bowen 2013 þegar ég fór í tíma hjá Bowentækni. Er með gigt og bowen hefur hjálpað mér rosalega mikið og er ekki með eins mikla verki. Fór að læra Bowen 2013 og er farin að taka fólk sjálf í meðferð. Er með aðstöðu heima og tek þess vegna ekki fullt gjald.

Address

Reykjavík

Telephone

+3548461871

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Bowen og Heilsa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram