07/01/2026
Ath: það er fullt kl 8:30 en fjögur laus pláss kl 13:30☺️
Sterkari þú byrjar aftur 12. janúar 🥰💪
Námskeiðið hentar þeim sem vilja æfa í rólegu umhverfi og vilja byggja upp styrk og þrek við örugga leiðsögn sjúkraþjálfara. Í tímum er markvisst unnið að því að styrkja grunnvöðva líkamans og bæta líkamsvitund með fjölbreyttum en rólegum æfingum. Námskeiðið hentar vel fólki sem t.d. glímir við stoðkerfisverki, orkuleysi eða vefjagigt. Passað er vel upp á viðeigandi álagsstig hjá hverjum og einum og hentar því námskeiðið bæði byrjendum jafnt sem lengra komnum.
Námskeiðið er tvisvar í viku (mánudaga og miðvikudaga) í s*x vikur. Tveir hópar: kl 8:30 og kl 13:30
Skráning í skilaboðum eða í tölvupósti á elisasjofn@allraheilsa.is