Jógatímar hefjast aftur ✨
Byrja á morgun og hinn ⏳
🧘♂️ KARLATÍMAR þri og fim hádegi kl. 12:05-12:55
🧘♀️ SÍÐDEGISTÍMAR mán og mið síðdegi 18:30-19:30 (opið öllum)
Allir tímar fara fram í húsnæði Allra Heilsa við Strandveg 54 (Kiwanishúsinu).
Nánari upplýsingar og skráning hér:
19/05/2024
🌸 SUMARFRÍ 🌸
Við erum komin í sumarfrí frá föstum jógatimum og stefnum á að byrja aftur með fasta dagskrá í september. 🧘♂️
Það verða mögulega einstaka POP-UP tímar í sumar, sem verða þá auglýstir hér og á póstlistanum. 👋
Njótum sumars og náttúrunnar! ☀️
05/05/2024
✨ KYRRÐARDAGAR ✨
Vestmannaeyjum, október 2024 🌟
Í samstarfi við
Þú getur leyft þér að byrja að hlakka til! Taktu frá helgina 10.-13. október ef þú vilt vera með! ☺️
Metnaðarfull, fræðandi en jafnframt notaleg dagskrá frá fimmtudags-eftirmiðdegi fram á hádegi á sunnudag. Þetta er fullkomin helgi fyrir vinahópa, hjón eða einstaklinga sem vilja kúpla sig aðeins út úr hversdagsleikanum, upplifa Vestmannaeyjar á einstakan hátt, læra nýja hluti og njóta í leiðinni. 📚 🧘♂️ 🌻
Helgin byrjar á fordrykk og kvöldmat á fimmtudegi.🥂 Yfir helgina verður svo dagleg morgunhreyfing, fyrirlestur, útvist, ásamt hádegis- og kvöldverði sem allt er innifalið í verði. Fyrir þau sem eru að koma ofan af landi og gista á hótelinu, er einnig innifalinn morgunverður. 😎
Sértilboð og -opnanir hjá fyrirtækjum í bænum verða einnig í boði fyrir hópinn, þar með talin; nuddþjónusta ásamt snyrti og dekurmeðferðum hjá hárgreiðslu- og snyrtistofum bæjarins. 💆 💅 💃
Verð fyrir helgina er:
án gistingar: 75.000 kr. / með gistingu: 120.000 kr.
Hótelgisting hjá Hótel Vestmannaeyjar er14.990 kr. nóttin á mann, í tveggja manna herbergi. Einnig er hægt að bóka einbýlishús með heitum potti fyrir 10 manna hóp.
Innifalið er: allir fyrirlestrar, hádegis- og kvöldmatur (og morgunmatur fyrir þau sem eru á hótelinu), allir heilsubótartímar og öll útivist.
Skráning er ekki hafin, en allir sem skrá sig á póstlistann hér fyrir neðan fá fréttirnar á undan öllum hinum!
Smelltu á linkinn í prófílnum 🔗 eða límdu þessa slóð yfir í vafra ✨ sjáumst í Eyjum í október 🙏
Allir tímar fara fram í húsnæði Allra Heilsa sjúkraþjálfun við Strandveg ✨
FRAMHALDS 🤸 tímar byggjast á svokölluðu vinyasa jóga, þar sem flætt er úr einni stöðu yfir í aðra í takt við öndun. Þetta jógaflæði kallast sólarhylling, það hitar vel upp allan líkamann, hreyfir öll liðamót og styrkir vöðva og festur. Hitinn sem myndast í flæðinu er byggður upp til að geta í kjölfarið farið í dýpri teygjur og/eða meira tæknilega krefjandi stöður. Í lok hvers tíma er farið í stutta hugleiðslu og notalega slökun.
BYRJENDA 🧘♂️ tímar eru fyrir byrjendur í jóga og þau sem vilja fara rólega af stað. Hér er farið í jógastöður sem auka djúpvöðvastyrk fyrir allan líkamann. Nálgunin er einföld og byggir sterkan grunn undir frekari jógaiðkun. Í lok hvers tíma er stutt hugleiðsla og notaleg slökun.
KARLA 💥 tímar eru fyrir alla karla sem vilja teygja sig og styrkja með jógaæfingum. Blanda af djúpvöðvastyrk, flæði og teygjum. Aðaláhersla æfinga er á mjaðmasvæði og axlir. Í lok hvers tíma er stutt hugleiðsla og löng slökun.
01/04/2024
Jógatímar hefjast aftur 8. & 9. apríl
✨ Extra langt páskafrí hjá okkur 😊
Takk fyrir skilninginn 🙏
Næsta tímabil er komið í sölu og aðgengilegt á vefnum, sjá link 🔗 mikið um frídaga á þessu tímabili.
En þetta verða 8 tímar í heildina á 5 vikum 🙋
NÚVITUNDARGÖNGUTÚR 🧠
Það er frí í jóga hjá okkur um páskana, en gott heimaverkefni getur verið að fara út í núvitundargöngutúr, semsagt með eins lítið heimatilbúið áreiti og þú getur. Slökktu á síma, ekki vera með tónlist í eyrunum, ekki ganga með einhverum öðrum sem þú ert að spjalla við. Skoðaðu umhverfi þitt, þetta er sannkallaður: núvitundargöngutúr!
Og áður en þú heldur að ég sé cray cray, leyf mér að útskýra gæði hans í eins stuttu máli og ég get. 🤓
Allar núvitundaræfingar bæta athygli og einbeitingu. Það að samtvinna hreyfingu og þessa æfingu slær tvær flugur í einu höggi: hreyfing fyrir kroppinn, núvitund fyrir hugann. 🚶✌️
Í amstri dagsins er auðvelt að horfa, án þess að sjá og heyra án þess að hlusta. Við eigum það til að vera á sjálfstýringu þegar mikið er að gera og gera hluti af vana og halda hlutum í horfinu. Sjálf, er ég ekki undantekning frá þessu! 🤯
Markmiðið með æfingunni er að hægja á huganum með því að takmarka áreiti og hægja á hugsunum. Þannig nálgast þú betur þinn innri kjarna, þína upplifun, þína skoðun og innstu þrá, sem þú ef til vill hafðir gleymt. 😊
Við upplifum margfalt meira áreiti yfir okkar lífshlaup heldur en forfeður okkar, áreiti býr til hugsanir og sumt áreiti er þannig að okkur líður eins og við þurfum að taka afstöðu og ákvörðun.
Almennt er talið að daglegar hugsanir hjá nútímafólki séu ekki færri en 60.000 talsins, þar af um 75% þeirra neikvæðar og kringum 80% þeirra þær sömu og í gær. 😲
Að sama skapi hafa líkur verið leiddar að því að ömmur okkar og afar sem bjuggu í mun einfaldari samfélögum hafi upplifað 4.000 daglegar hugsanir.
Hvort ætli sé betra eða heilsusamlegra fyrir okkur? 🤖
Viljir þú breyta einhverju, byrjaðu þá á huganum.☝️
Þegar þú ferð út í þinn núvitundargöngutúr, horfðu þá vel á umhverfið í kringum þig, skoðaðu vel allt sem ber fyrir augu, alla liti og öll form. Kannski kemurðu auga á eitthvað sem þú hefur ekki tekið eftir áður. Ef þú hefur möguleika á því, gakktu þennan túr í náttúru, frekar en á malbiki.
Góða skemmtun og gleðilega páska!
22/03/2024
PÁSKAFRÍ 🐣
Jóga tímarnir eru komnir í frí framyfir páska 🐇
Næstu námskeið hefjast í byrjun apríl - nánar auglýst síðar ✨
Be the first to know and let us send you an email when GloandiStudio posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
Allt sem við gerum á dýnunni ætti að hjálpa okkur með athafnir daglegs lífs, bæði líkamlegar og huglægar.
Það var sumarið 2008 sem Eygló fór sjálf að stunda jóga og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna fasta tíma snemma sama ár. Meira um Eygló hérna.
“Tilfinningin var bara of góð til að gera það ekki!”
Eygló hefur stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum. Meira um Jakkafatajóga hérna.
Eygló leggur ríka áherslu á að leiða tíma með æfingum sem hjálpa til við að leiðrétta ranga líkamsstöðu: flest sitjum við of mikið og gerum of einhæfar hreyfingar. Hún einblínir á styrktaræfingar, liðleikaæfingar, öndun og slökun – allt í góðum hlutföllum.