Be the first to know and let us send you an email when GloandiStudio posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
Allt sem við gerum á dýnunni ætti að hjálpa okkur með athafnir daglegs lífs, bæði líkamlegar og huglægar.
Það var sumarið 2008 sem Eygló fór sjálf að stunda jóga og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna fasta tíma snemma sama ár. Meira um Eygló hérna.
“Tilfinningin var bara of góð til að gera það ekki!”
Eygló hefur stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum. Meira um Jakkafatajóga hérna.
Eygló leggur ríka áherslu á að leiða tíma með æfingum sem hjálpa til við að leiðrétta ranga líkamsstöðu: flest sitjum við of mikið og gerum of einhæfar hreyfingar. Hún einblínir á styrktaræfingar, liðleikaæfingar, öndun og slökun – allt í góðum hlutföllum.