Björgunarfélag Vestmannaeyja

Björgunarfélag Vestmannaeyja Björgunarfélag Vestmannaeyja
Faxastíg 38, 900 Vestmannaeyjar
Sími: 481-2315 email 1918@1918.is Eldgosið hófst og tók H.S.V.

Björgunarfélag Vestmannaeyja (BV) var stofnað þann 4 ágúst árið 1918 og var tilgangur félagsins að kaupa björgunar- og eftirlitsskip, annast bjargráð, eftirlit með veiðarfærum og landhelgisgæslu við Ísland. Fyrsta verkefni félagsins var að fá lagðan talsímastreng suður í Stórhöfða svo fylgjast mætti með nauðstöddum bátum þaðan og koma skilaboðum sem fyrst niður í bæ.

Árið 1920 kom svo Þór .Var þetta skip fyrsta björgunar- og varðskip Íslands, en öll önnur skip sem gætt höfðu landhelginnar og sinnt björgunarstörfum voru dönsk. Skipið, sem var tuttugu og eins árs gamalt á þeim tíma, var keypt frá Danmörku og átti að kosta 150 þúsund en eftir að vera komið til Vestmannaeyja með öllum búnaði reyndist kostnaðurinn vera kominn í 272 þúsund krónur.

Árið 1935 stóð Björgunarfélagið fyrir því að lagður var símastrengur á Eiði við bátaskýlið sem Björgunarfélagið átti. Árið 1977 fékk Björgunarfélagið sínar fyrstu talstöðvar. Árið 1982 fékk Björgunarfélagið sína fyrstu bifreið. Slysavarnadeildin Eykyndill gaf fullkomnar sjúkrabörur í bifreiðina ásamt talstöðvum.

Árið 1965 var stofnuð Hjálparsveit skáta Vestmannaeyja (H.S.V) en var ekki formlega stofnuð fyrr en í janúar 1966. Helsta starf hennar fyrstu árin var að sjá um skyndihjálp á Þjóðhátíð. Breyting varð á starfinu árið 1971 þegar sveitinni var gefinn bátur. Sama ár var stofnað Landssamband hjálparsveita og var H.S.V ein af stofnsveitum.

Áramótin 1971-1972 var H.S.V með flugeldasölu og hefur sveitin haldið utan um hana síðan. Árið 1972 var tekið af miklum krafti og æft var klifur og fjallaferðir af miklum eldmóð. virkan þátt í því að koma fólki af eyjunni. Félagsstarf hefur alltaf verið mikið og hafa verið klifin fjöll eins og Mont Blanc í Frakklandi og Kilimanjaro í Tansaníu.

Árið 1992 voru svo Björgunarfélag Vestmannaeyja og Hjálparsveit skáta Vestmannaeyjum sameinuð undir nafni Björgunarfélags Vestmannaeyja. Félagið er nú vel búið og er með einn besta viðbragðstíma í sjóbjörgun á Íslandi.

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa á morgun sunnudag.Messa kl 13:00.Minningarstund við kikjugarðahli...
15/11/2025

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa á morgun sunnudag.
Messa kl 13:00.
Minningarstund við kikjugarðahliðið kl 20.

12/11/2025

Neyðarkall 2025
Björgunarfélag Vestmannaeyja þakkar þeim fjölmörgu einstaklingum sem keyptu af okkur neyðarkallinn og þeim fyrirtækjum og félagasamtökum sem styrktu okkur með kaupum á stóra neyðarkallinum. Án ykkar væri okkar starf ómögulegt.
Þeir sem misstu af okkur geta nálgast litla kalla í Heimaraf næstu daga.

🚨Neyðarkall til þín! ❗️Sala Neyðarkalls er ein af okkar stærstu fjáröflunum og hjálpar þetta okkur að þjálfa félaga, við...
05/11/2025

🚨Neyðarkall til þín!

❗️Sala Neyðarkalls er ein af okkar stærstu fjáröflunum og hjálpar þetta okkur að þjálfa félaga, viðhalda tækjum og búnaði og fleira. Hvetjum við ykkur því að sjálfsögðu til að versla í heimabyggð.
Enn hver seldur kall rennur beint til þeirra einingar sem selur kallinn.

❗️Við hefjum sölu Fimmtudaginn 6. nóvember og verðum við við Krónuna, Bónus og ÁTVR, verðum frá kl 15 og þar til lokar fimmtudag og föstudag og frá 12 á laugardag. Kallinn kostar 3.500 kr.

❤️ Til að heiðra minningu Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í hörmulegu slysi við straumvatnsæfingu þann 3.nóvember í fyrra - þá er neyðarkall ársins Straumvatnsbjörgunarmaður.

❗️Einnig geta fyrirtæki og einstaklingar stutt við okkur með kaupum á stórum neyðarkalli og er hægt að tryggja sér slíkan með því að senda póst á 1918@1918.is eða hér í skilaboðum.
Hlökkum til að sjá ykkur og vonum að þið takið vel á móti okkar fólki á sölustöðum

Í dag, 9. október mun alþjóðlegt björgunarsamfélag heiðra minningu Adrian Willyson Brask, mikils metins félagsmanns í no...
09/10/2025

Í dag, 9. október mun alþjóðlegt björgunarsamfélag heiðra minningu Adrian Willyson Brask, mikils metins félagsmanns í norsku sjóbjörgunarsveitinni (Norwegian Society for Sea Rescue – RS), sem lést í björgunaraðgerð þann 26. september en útför hans fer fram í dag.

Hugur okkar er hjá fjölskyldu Adrians, vinum hans, samstarfsfólki og öllum þeim sem hafa orðið fyrir áhrifum af þessum harmleik.

Nú er að taka gildi gul veðurviðvörun.Endilega gangið úr skugga um að engir lausamunir séu úti við hjá ykkur. Bátaeigend...
08/10/2025

Nú er að taka gildi gul veðurviðvörun.
Endilega gangið úr skugga um að engir lausamunir séu úti við hjá ykkur. Bátaeigendur eru hvattir til að ganga úr skugga um að bátar þeirra séu vel festir.

© Veðurstofa Íslands | Bústaðavegi 7-9 | 105 Reykjavík | Sími 522 6000 | Kennitala 630908-0350 Hafa samband | Starfsfólk | Notkunarskilmálar | Veftré | Spurt og svarað um vefinn | Persónuvernd

Útkall og aðstoð við björgunaræfinguAðfaranótt mánudags var Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út kl. 04:06 vegna klæðn...
30/09/2025

Útkall og aðstoð við björgunaræfingu

Aðfaranótt mánudags var Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út kl. 04:06 vegna klæðningar sem var farin að fjúka af nýbyggingu í bænum. Alls tóku 13 félagar þátt í aðgerðinni sem lauk eftir um það bil þrjár klukkustundir.

Í gærdag aðstoðaði svo áhöfn björgunarbátsins Þórs við MES æfingu og úttekt á björgunarbúnaði farþegaferjunnar Herjólfs.

Í gær 6 ágúst voru 60 ár frá stofnun Hjálparsveitar skáta í Vestmannaeyjum, sem er upphafið af sjúkragæslu á Þjóðhátíð. ...
07/08/2025

Í gær 6 ágúst voru 60 ár frá stofnun Hjálparsveitar skáta í Vestmannaeyjum, sem er upphafið af sjúkragæslu á Þjóðhátíð.
Félagar í Hjálparsveitinni voru þeir fyrstu, að talið er, til að klífa Þumal 1975.
Hafa félaga HSV alla tíð verið ákaflega duglegir við ferðalög og klifið meðal annars Mount Blanc og Kilimanjaro.
Nánar um fyrstu ár HSV og myndir frá starfinu má sjá á https://www.1918.is/stofnun-hsv.html

Þess má geta að Sigurður Þ. Jónsson einn af stofnfélögum HSV hefur verið í stjórn nánast öll árin frá stofnun HSV og svo við sameiningu HSV og Björgunarfélags Vestmannaeyja (sem varð 107 ára þann 4 ágúst síðastliðin) og er enn gjaldkeri félagsins.

Address

Faxastígur 38
Vestmannaeyjar
900

Telephone

+3544812315

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Björgunarfélag Vestmannaeyja posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram