Sundabúð

Sundabúð Upplýsingasíða Hjúkrunarheimilisins Sundabúðar á Vopnafirði.

Gjafir til Sundabúðar.Í vikunni komu þessar hressu konur úr Slysvarnardeildinni Sjöfn og færðu Sundabúð alsjálfvirkt hja...
10/05/2025

Gjafir til Sundabúðar.
Í vikunni komu þessar hressu konur úr Slysvarnardeildinni Sjöfn og færðu Sundabúð alsjálfvirkt hjartastuðtæki að gjöf. Á myndinni má sjá Elísu Joensen Creed, Emmu Tryggvadóttur deildarstjóra, Kristrúnu Ósk Pálsdóttur formann slysavarnardeildarinnar, Baldur Friðriksson yfirlækni, Jónu B. Júlíusdóttur og Hrönn Róbertsdóttur. Áður hafði Slysavarnardeildin einnig gefið til okkar Life vac sogpumpu til að nota ef stendur í fólki. Við þökkum innilega fyrir þessar höfðinglegu gjafir.

Bleiki dagurinn í gær 💗
24/10/2024

Bleiki dagurinn í gær 💗

Okkur hafa borist góðar gjafir uppá síðkastið.💛 Klakavél frá Hirðfíflunum💚 Leir, perlur og fleira fyrir iðjuþjálfunina f...
01/10/2024

Okkur hafa borist góðar gjafir uppá síðkastið.

💛 Klakavél frá Hirðfíflunum
💚 Leir, perlur og fleira fyrir iðjuþjálfunina frá Hirðfíflunum
💙 Stækkun á glugga í sólstofu frá Mælifelli
💛 Sjúkrarúm frá Hollvinasamtökunum

Kærar þakkir fyrir. Gjafir sem þessar eru ómetanlegar❤

Hjúkrunarheimilið Sundabúð fékk í dag 10 fallega sólstóla að gjöf frá Hirðfíflunum og viðskiptavinum þeirra. Við þökkum ...
03/07/2024

Hjúkrunarheimilið Sundabúð fékk í dag 10 fallega sólstóla að gjöf frá Hirðfíflunum og viðskiptavinum þeirra. Við þökkum kærlega fyrir okkur og vonum að sólin sýni sig sem fyrst. Á myndinni er Steinunn Gunnarsdóttir sem stýrir nytjamarkaði Hirðfífla Hirðfíflin, nytjamarkaður á Vopnafirði.

Kærar þakkir, einstaklingar og Kauptún fyrir góð viðbrögð við leikfangasöfnuninni. Þetta vekur strax mikla lukku hjá okk...
20/03/2024

Kærar þakkir, einstaklingar og Kauptún fyrir góð viðbrögð við leikfangasöfnuninni. Þetta vekur strax mikla lukku hjá okkar yngstu gestum 🥰

Á dögunum bárust hjúkrunarheimilinu Sundabúð tvær góðar gjafir. Minningarsjóður Kvenfélagsins Lindarinnar gaf Sundabúð t...
31/10/2022

Á dögunum bárust hjúkrunarheimilinu Sundabúð tvær góðar gjafir.
Minningarsjóður Kvenfélagsins Lindarinnar gaf Sundabúð tvo rafdrifna hægindastóla í sameiginlega setustofu íbúa.
Hollvinasamtökin gáfu þrjú sjúkrarúm og þrjú náttborð. Rúmin og náttborðin eru búin öllum helstu eiginleikum til að tryggja öryggi og þægindi skjólstæðinga og góðar vinnuaðstæður starfsfólks.
Þökkum við Kvenfélaginu Lindinni og Hollvinasamtökunum kærlega fyrir þessar góðu gjafir sem munu svo sannarlega nýtast vel á hjúkrunarheimilinu okkar.

04/04/2022

Við afléttum nú öllum heimsóknartakmörkunum en biðjum ykkur um að nota áfram grímu og þvo hendur við komu.

Vinsamlegast komið ekki í heimsókn ef þið hafið flensulík einkenni eða hafið verið nýlega í nánum samskiptum við covid-smitaðan einstakling.

Okkur hafa borist góðar gjafir uppá síðkastið frá Hirðfíflin- Nytjamarkaður og viðskiptavinum þeirra:- Tveir hjólastólar...
10/11/2021

Okkur hafa borist góðar gjafir uppá síðkastið frá Hirðfíflin- Nytjamarkaður og viðskiptavinum þeirra:
- Tveir hjólastólar
- Rafknúinn hægindastóll
- Þrír yndislegir rafmagns kisar sem gleðja mikið
- Ljósakransar í gluggana fyrir jólin

Þökkum kærlega fyrir þessar höfðinglegu gjafir 💕

Bleikur dagur - bleik kaka 💕🍰😊
15/10/2021

Bleikur dagur - bleik kaka 💕🍰😊

13/09/2021

Kæru aðstandendur. Hér eru uppfærðar sóttvarnarreglur 🙂
Vinsamlegast þvoið hendur og sprittið við komu á deild og setjið upp grímu.
Vinsamlegast berið grímu á leið ykkar í gegnum sameiginleg rými, hana má svo taka niður inni á heimili þeirra sem þið heimsækið. Æskilegt er að gestir stoppi ekki í sameiginlegum rýmum.
Gætið að fjarlægðarmörkum við aðra íbúa en þá sem þið heimsækið og starfsfólk.
Látið starfsfólk vita af ykkur - við skráum allar heimsóknir.
Ekki koma í heimsókn ef þið eruð með flensulík einkenni.
Ath. börn mega núna koma í heimsókn 😊

23/07/2021

Kæru aðstandendur
Vegna fjölgunar smita um allt land þarf því miður að herða aftur reglur um heimsóknir.
Heimsóknar gestir þurfa að nota grímur og þvo og spritta hendur við komu.
Mælst er til þess að gestir fari beint inn í herbergi viðkomandi einstaklings og hafi ekki samskipti við aðra heimilismenn og dvelji ekki í sameiginlegum rýmum.
Við mælumst til að einstaklingar innan 30 ára komi helst ekki í heimsókn .
Alls ekki koma ef þið eruð með einkenni um sýkingu, eða þið hafið dvalið erlendis.
Þeir sem eru í sóttkví mega alls ekki koma.
Íbúar mega fara út af heimilinu en mælst er til að þeir fari ekki á stórar samkomur.
Alla heimsóknargesti þarf að skrá.

15/07/2021

Kæru aðstandendur
Við viljum biðja þá sem hafa verið erlendis síðustu 14 daga um að koma ekki í heimsókn á hjúkrunardeildina nema að höfðu samráði við hjúkrunarfræðing deildarinnar. Minnum alla á að þvo og spritta hendur við komu á deildina og að gæta sóttvarna.

Address

Sundabúð 2, Vopnafjörður
Vopnafjordur
690

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sundabúð posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Sundabúð:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category