
10/05/2025
Gjafir til Sundabúðar.
Í vikunni komu þessar hressu konur úr Slysvarnardeildinni Sjöfn og færðu Sundabúð alsjálfvirkt hjartastuðtæki að gjöf. Á myndinni má sjá Elísu Joensen Creed, Emmu Tryggvadóttur deildarstjóra, Kristrúnu Ósk Pálsdóttur formann slysavarnardeildarinnar, Baldur Friðriksson yfirlækni, Jónu B. Júlíusdóttur og Hrönn Róbertsdóttur. Áður hafði Slysavarnardeildin einnig gefið til okkar Life vac sogpumpu til að nota ef stendur í fólki. Við þökkum innilega fyrir þessar höfðinglegu gjafir.