STOÐ - Við styðjum þig

  • Home
  • STOÐ - Við styðjum þig

STOÐ - Við styðjum þig Stoð er sérhæft þjónustufyrirtæki með fókus á lífsgæði, hreyfanleika og sjálfstæði. Stoð eykur lífsgæði fólks og einfaldar daglegt líf þess.

Stoð er rótgróið þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði sem var stofnað árið 1982. Stoð hefur verið leiðandi í þjónustu við einstaklinga sem þurfa á einhvers konar hjálpartækjum að halda. Mikil áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu. Við erum í samstarfi við aðila í heilbrigðisþjónustu, s.s. sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, bæklunarlækna o.fl. Þessi samvinna auðveldar okkur að finna bestu heildarlausnirnar fyrir skjólstæðinga okkar. Hjá Stoð vinna stoðtækjafræðingar, stoðtækjasmiðir, bæklunarskósmiðir, sjúkraþjálfarar, íþróttafræðingar, heilbrigðisverkfræðingar og fjöldinn allur af sérþjálfuðu starfsfólki með fjölbreyttan bakgrunn. Við smíðum hvers konar spelkur og gervilimi, sérsmíðum skó, útvegum tilbúna bæklunarskó, gerum göngugreiningar og framleiðum innlegg, bæði sérsmíðuð og aðlöguð. Við aðstoðum fólk við val á hjálpartækjum, s.s hjólastólum, vinnustólum, göngugrindum, barnakerrum, sjúkrarúmum og baðhjálpartækjum. Við seljum gervibrjóst, sund- og nærfatnað, eftiraðgerðarfatnað, þrýstingssokka, þrýstings- og brunaumbúðir, ferðakæfisvefnsvélar, tilbúnar spelkur og íþróttahlífar svo eitthvað sé nefnt. Einnig smáhjálpartæki til notkunar í daglegu amstri, s.s. borðbúnað, hneppara, krukkuopnara, griptangir og margt fleira. Stoð er með opið alla virka daga á milli 9:00-17:00 á Draghálsi 14-16 í Reykjavík.

Göngugrindur fyrir allar aðstæður! ✨Fjölbreytt úrval göngugrinda sem auka öryggi og tækifæri til hreyfingar og útivistar...
19/01/2026

Göngugrindur fyrir allar aðstæður! ✨
Fjölbreytt úrval göngugrinda sem auka öryggi og tækifæri til hreyfingar og útivistar.
Fjöldi göngugrinda hjá Stoð eru á samning við Sjúkratryggingar Íslands.
Komdu og skoðaðu úrvalið í verslun eða á stod.is📍

Viltu vinna að lausnum sem bæta líf og styrkja heilbrigðiskerfið?Stoð leitar að iðjuþjálfa eða sjúkraþjálfara sem vill n...
14/01/2026

Viltu vinna að lausnum sem bæta líf og styrkja heilbrigðiskerfið?

Stoð leitar að iðjuþjálfa eða sjúkraþjálfara sem vill nýta fagþekkingu sína til að styðja heilbrigðisstarfsfólk og bæta líf einstaklinga með vönduðum, notendamiðuðum lausnum.
Stoð er leiðandi fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem veitir aðgengi að þekkingu og lausnum sem efla heilbrigðiskerfið og rannsóknir. Við leggjum áherslu á fagmennsku, lausnir og sterka liðsheild.
Starfið er fjölbreytt og gefandi og felur í sér ráðgjöf, sölu og þjónustu við hjálpartæki, með áherslu á ETAC hjólastóla og fylgihluti, í nánu samstarfi við fagfólk og stofnanir.

Umsóknarfrestur: 25. janúar 2026.

Við leitum að öflugum aðila til að vera hluti af liðsheild sem tekur virkan þátt í að auka lífsgæði einstaklinga.

Bólgur eða bjúgur í fótum?Réttir þrýstingssokkar geta skipt sköpum 💙📍Komdu við hjá okkur eða pantaðu tíma á bokanir.stod...
08/01/2026

Bólgur eða bjúgur í fótum?
Réttir þrýstingssokkar geta skipt sköpum 💙
📍Komdu við hjá okkur eða pantaðu tíma á bokanir.stod.is – við veitum faglega mælingu og ráðgjöf.

✨ Gleðilegt nýtt ár ✨ Við hjá Stoð þökkum kærlega fyrir traustið, samfylgdina og viðskiptin á árinu sem er að líða 🤍 - O...
31/12/2025

✨ Gleðilegt nýtt ár ✨
Við hjá Stoð þökkum kærlega fyrir traustið, samfylgdina og viðskiptin á árinu sem er að líða 🤍

- Opið 2. janúar
- Lokað 5. janúar vegna vörutalningar

08/12/2025
Hjá Stoð starfar fjölbreyttur hópur sem er stoltur af því að vinna með skjólstæðingum sínum að lausnum fyrir betra líf- ...
10/11/2025

Hjá Stoð starfar fjölbreyttur hópur sem er stoltur af því að vinna með skjólstæðingum sínum að lausnum fyrir betra líf- við erum stolt af því að vera fyrirmyndar fyrirtæki.

Ert þú hjúkrunarfræðingur með reynslu, næmni og áhuga á velferð eldri borgara?Við hjá Stoð leitum að traustum og hlýjum ...
07/11/2025

Ert þú hjúkrunarfræðingur með reynslu, næmni og áhuga á velferð eldri borgara?

Við hjá Stoð leitum að traustum og hlýjum einstaklingi til að sinna mælingum á þrýstingssokkum og kynningum á vörum Stoðar á hjúkrunarheimilum.

📅 Umsóknarfrestur til 16. nóvember

Við leitum að öflugum aðila til að vera hluti af liðsheild sem tekur virkan þátt í að auka lífsgæði einstaklinga.

Alþjóðlegi stoðtækjadagurinn er 5. nóvember. Í dag fögnum við þeim sem gera kraftaverk möguleg með stoðtækjum!👣 Elín og ...
05/11/2025

Alþjóðlegi stoðtækjadagurinn er 5. nóvember.
Í dag fögnum við þeim sem gera kraftaverk möguleg með stoðtækjum!

👣 Elín og Sarah luku námi í stoðtækjafræði frá Jönköping University
🦿 Þórir hefur starfað sem stoðtækjafræðingur hjá Stoð í 30 ár
🧠 Kjartan er stoðtækjafræðingur og sérfræðingur í gervilimum

Hönnun stoðtækja snýst um að endurheimta sjálfstæði og sjálfstraust. Stoð er stolt af því að taka þátt í þeirri vegferð.

Til hamingju með daginn Iðjuþjálfarar 🥳
27/10/2025

Til hamingju með daginn Iðjuþjálfarar 🥳

Address

Dragháls 14-16

110

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 16:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when STOÐ - Við styðjum þig posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to STOÐ - Við styðjum þig:

  • Want your practice to be the top-listed Clinic?

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Our Story

Stoð hf er rótgróið þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði, stofnað árið 1982.

Hjá fyrirtækinu starfar fjöldi sérfræðinga og er lögð áhersla á þverfaglega samvinnu til að finna bestu lausnirnar fyrir viðskiptavini okkar.

Við smíðum hverskonar spelkur, gervilimi og sérsmíðum skó ásamt því að útvega tilbúna bæklunarskó og innlegg.

Stoð hefur á að skipa sérhæfðu starfsfólki sem aðstoðar við val áhjálpartækjum og við bjóðum jafnframt upp á gott úrval smáhjálpartækjatil daglegra nota